Viljir þú koma einhverju á framfæri sendu þá tölvupóst til vefstjóra á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem áframsendir póstinn á þann starfsmann sem hæfastur er til að sinna fyrirspurn þinni.
Við viljum gjarnan heyra bæði í ánægðum og óánægðum viðskiptvinum svo við getum bætt þjónustu okkar. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er opin alla virka daga frá kl. 08:00- 16:00
Símanúmer skiptiborðs: 581 3855 sem er opið frá klukkan 8:30 - 15:30.
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi. Við veitum þjónustu á landsvísu og er það hlutverk okkar að þjóna þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein.
Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr 42 frá 2007. Hlutverk stofnunarinnar er annarsvegar að veita sérhæfða þjónustu á sviði heynarmeina og hinsvegar talmeina. Leitast er við að veita sérhæfða, einstaklingsmiðaða meðferð.
Á heyrnarsviði er meðal annars veitt þjónusta, greining, meðferð og endurhæfing fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa óháð því hversu mikil heyrnarskerðingin er. Talmeinasvið hefur sérhæft sig í þjónustu við heyrnarskert börn, endurhæfingu einstaklinga sem fengið hafa kuðungsígræðslu og börn með skarð í vör og góm.
Við erum leiðandi á okkar sviði og munum halda áfram að afla og miðla þekkingu um heyrnar- og talmein bæði hjá almenningi og fagaðilum. Við hvetjum til aukinna rannsókna á sviði heyrnar- og talmeina jafnframt því að vera leiðandi í rannsóknum á okkar sviði. Markmið okkar er að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á sviði heynar- og talmeina.
Helstu samstarfsaðilar Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eru Landspítali, heilsugæslustöðvar, leik- og grunnskólar. Samstarfssamningur er við Háskóla Íslands vegna kennslu og rannsókna.