Skip to main content

Greinar

Kuðungsígræðsla

Barn með kuðungsígræðsluÍgrædd heyrnartæki

Kuðungsígræðslutæki (CI) er hjálpartæki sem gefur alvarlega heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki möguleika á að heyra hljóð. Tækið framkallar hljóðáhrif með því að örva heyrnartaugina með rafmagni. Kuðungsígræðslutækið er samsett úr innri hluta, sem er græddur í eyrað með aðgerð, og ytri búnaði, sem borinn er aftan við eyrað. Hlutinn sem græddur er í eyrað er samsettur úr viðtæki og rafskauti með mörgum rásum, en ytri hlutinn úr hljóðnema, sendi og talgervli sem er stilltur fyrir hvern og einn notanda. Talgervillinn er annað hvort vasatæki eða staðsettur bak við eyrað, svipað og hefðbundin heyrnartæki.

Hvernig vinnur kuðungsígræðslutækið?

Kuðungsígræðslutækið vinnur þannig að hljóðneminn nemur hljóð og sendir það til talgervilsins sem greinir það og kóðar. Þaðan berst hið kóðaða hljóð til sendisins og flyst gegnum húðina til viðtækisins. Viðtækið breytir kóðanum í rafboð sem send eru til hinna ýmsu rafrása í rafskaut sem grætt er í kuðunginn. Rafboðin örva taugafrumur í kuðungi innra eyrans, sem og taugaenda heyrnartaugarinnar. Boðin sem berast eftir heyrnartauginni til heilans skynjar notandinn sem hljóð.


Hér má sjá myndband um hvernig kuðungsígræðslutæki virka.

kudungsvideo


 

Samskipti - Góð Ráð til hjóna

Góð ráð til hjóna

  • Það er álag að eiga að heyra eða vera fullviss um að manns eigin orð heyrist.
  • Komið ykkur því saman um að einhvern ákveðinn tíma dagsins skuli samtöl liggja niðri.
  • Munið að gefa heyrnarskertum hlustunarhlé.
  • Veljið samtalsaðstæður af kostgæfni. Sjáið til þess að þar ríki friður og ró.
  • Munið að heyrnarskertur einstaklingur hefur ekki alltaf sama úthald og þið til að hlusta og ræða málin í lengri tíma.
  • Munið að gefa hinum heyrnarskerta merki um að nú ætlið þið að segja eitthvað.
  • Sjáið til þess að þið náið augnsambandi - staðsetjið ykkur fyrir framan hann eða leggið varlega hönd á öxl honum til að gera vart við ykkur. Með því tryggið þið að hann meðtaki allt frá byrjun.
  • Komið ykkur saman um nákvæmar reglur um hvenær hinn heyrandi skal vera stuðningur í samskiptum og hvenær ekki, t.d. við aðstæður þar sem fleiri eru saman komnir. Munið að það er á allra ábyrgð að allir fái jafnmiklar upplýsingar.
  • Æfið ykkur í að tjá ástina án orða. Búið sameiginlega til orðlaus tákn eða merki sem tjá tilfinningar ykkar.
  • Munið að aðgreina venjuleg sambúðarvandamál frá vandamálum sem upp koma vegna heyrnarskerðingarinnar.
  • Ræðið sambúðarvandamálin við bestu aðstæður og þegar bæði hafa gott úthald til að hlusta!

Góð ráð til hjóna